Enski boltinn

Avram Grant ráðinn stjóri Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant er hann var stjóri Chelsea.
Avram Grant er hann var stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Portsmouth hefur staðfest að Avram Grant hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins og að hann muni taka við starfinu strax á morgun.

Portsmouth mætir Manchester United á heimavelli á laugardaginn og verður Grant við stjórnvölinn þá.

„Avram er mjög reyndur knattspyrnustjóri og nýtur mikillar virðingar sem slíkur. Stjórnin telur að hann sé rétti maðurinn til að koma liðinu úr fallsvæði deildarinnar," sagði Peter Storri framkvæmdarstjóri á heimasíðu Portsmouth.

Grant var nýverið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en tekur við af Paul Hart sem var sagt upp störfum fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×